Einn af félögum GKG til margra margra ára, Hinrik Lárusson, eða Hinni eins og hann er kallaður, fagnar 90 ára afmæli í dag!
Hinni er einn af golfhópnum Tíköllunum svokölluðu, en á myndinni sjáum við Hinna (annar frá hægri) í góðum félagsskap eftir hring fyrir nokkrum árum.
Frá vinstri eru Haukur V. Bjarnason (f. 1928), Filippus (f. 1931), Hinrik (f. 1932) og Skarphéðinn Sigursteinsson (f. 1934).
Við óskum Hinna góðrar heilsu og innilega til hamingju með stórafmælið!