Afrekskylfingurinn Hlynur Bergsson úr GKG er í góðri stöðu eftir frábæran annan hring á Louisiana Classics háskólamótinu sem haldið er á Oakbourne Country Club í Lafayette í Louisiana. Það er University of Louisiana at Lafayette sem heldur mótið. Hlynur er einn þriggja Íslendinga sem keppa í mótinu í ár, en ásamt honum eru Birgir Björn Magnússon úr Keili og Southern Illinois og Björn Óskar Guðjónsson úr GM og UL at Lafayette meðal keppenda.

Margir íslenskir kylfingar hafa fetað sinn háskólaferil í Louisiana og auk Björns Óskars hafa kappar eins og Ragnar Már Garðarsson, Aron Snær Júlíusson, Haraldur Franklín Magnús, Ottó Sigurðsson, Örn Ævar Hjartarson, Björn Knútsson, Þórður Emil Ólafsson og Úlfar Jónsson léku á sínum tíma fyrir skólann í Lafayette og eiga því góðar minningar frá hinum skemmtilega Oakbourne velli. Louisiana Classic mótið er mjög vinsælt og hefur ávallt verið vel skipað enda er dekrað vel við keppendur af hinum gestrisnu Layfayette-ingum.

Fyrrum sigurvegarar mótsins eru PGA Tour hetjur eins og Thomas Detry, Sam Burns, Gary Woodland, Kelly Kraft, Ricky Barnes, Ryan Palmer og Brian Gay. 

Fyrir neðan er staðan hjá þremeningunum eftir tvo hringi en hægt er að fylgjast með stöðunni í beinni hér.

T12 – Lenny Bergsson North Texas -1   75 68

T27 – Birgir Magnusson Southern Illinois +2 74 72

T35 – Bjorn Gudjonsson Louisiana +3  73 74