Á aðalfundi GKG í gærkvöldi var Háttvísibikar GSÍ veittur í þriðja sinn.
Háttvísibikar GSÍ er veittur þeim unga kylfingi í GKG sem sýnt hefur góða frammistöðu utan vallar sem innan, og verið öðrum kylfingum til fyrirmyndar hvað varðar dugnað og háttvísi.
Bikarinn var veittur í GKG í fyrsta sinn 2014, og fékk þá Aron Snær Júlíusson þessa viðurkenningu, en í fyrra hlaut Elísabet Ágústsdóttir viðurkenninguna.
Í ár hlýtur Hlynur Bergsson Háttvísibikarinn:
Helstu afrek Hlyns á árinu 2016
- Tryggði sér Íslandsmeistaratitil í höggleik 17-18 ára, annað árið í röð.
- Þriðja sæti í Íslandsmótinu í holukeppni unglinga.
- Varð stigameistari í flokki 17-18 ára pilta.
- Var valinn í U18 piltalandslið Íslands sem keppti á Evrópumóti pilta í Tékklandi.
- Hlynur er núna með 0,4 í forgjöf
Auk þessa er Hlynur frábær fyrirmynd yngri sem eldri kylfinga. Hann hefur sýnt mikinn dugnað við æfingar, bæði golf og líkamlega þjálfun, og hefur það skilað miklum framförum hjá honum. Hann er góður liðssmaður, kemur ávallt vel fram og fylgir þeim golf- og siðareglum sem við förum eftir í golfi.
Við óskum Hlyni innilega til hamingju með viðurkenninguna.