Hlynur Bergsson sigraði á unglingamóti í Svíþjóð

Home/Fréttir/Fréttir af unglingastarfi/Hlynur Bergsson sigraði á unglingamóti í Svíþjóð

Hlynur Bergsson sigraði á unglingamóti í Svíþjóð

Hlynur Bergsson, afrekskylfingur úr GKG gerði sér lítið fyrir og sigraði á Swedish Junior Classics mótinu sem fór fram dagana 4.-6. ágúst á Golf Uppsala í Svíþjóð. Mótið er hluti af Global Junior unglingamótaröðinni sem hefur meðal annars farið fram hér á landi. Hlynur lék hringina þrjá samtals á fjórum höggum undir pari og sigraði með eins höggs mun.

Hlynur lék fyrsta hringinn á 75 höggum eða +2 og annan hringinn á 71 höggi (-2) og var því á parinu fyrir lokahringinn. Hann lék svo frábært golf á lokahringnum og kom inn á fjórum höggum undir pari. Þá fékk hann þrjá fugla á síðustu fimm holunum og sýndi stáltaugar á endasprettinum.

Auk Hlyns léku fleiri ungir kappar úr GKG, en þeir Jón Sigurðarson (34. sæti), Ragnar Áki Ragnarsson (35. sæti), Gunnar Blöndahl Guðmundsson (37. sæti) og Ingi Rúnar Birgisson (44. sæti) voru einnig meðal keppenda.

Sjá lokastöðuna í mótinu.

Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Hlyn eftir sigurinn.

 

By |08.08.2017|