Holukeppni GKG 2011
Úrtökumót sunnudaginn 26. júní 2011

Eftir nokkurt hlé verður holukeppni GKG endurvakin. Þetta er mót, þar sem allir eiga möguleika á sigri, ekkert síður kylfingar með háa forgjöf.
Í holukeppni með forgjöf er það bara dagsformið sem ræður!

Sunnudaginn 26. júní fer fram úrtökumót fyrir hina eiginlegu holukeppni. Fyrsti ráshópur verður ræstur út kl 08:00 og svo næstu ráshópar á 10 mín fresti.
Þeir 32, sem fá flesta punkta, komast áfram í sjálfa holukeppnina.

Fyrsta umferð í holukeppninni skal fara fram á tímabilinu 27. júní-10. júlí.
Önnur umferð skal fara fram á tímabilinu 20.-31 júlí (meistaramót klúbbsins verður haldið 10.-16. júli) og síðan áfram á ca 10-15 daga fresti. Gert er ráð fyrir að úrslitaviðureignin fari fram fyrstu vikuna í september og ræðst þá hver verður
holumeistari GKG árið 2011.

Skráningu í mótið skal lokið fyrir kl 14:00 á föstudag 24. júní.
Keppnisgjald kr 3.000 greiðist við afhendingu skorkorta.
Keppnisgjald rennur óskipt til kaupa á trjám og runnum til gróðursetningar á vellinum í haust.
 
Trjáræktarnefnd skorar á félagsmenn GKG að taka þátt í þessari skemmtilegu keppni sem nú er komið á að nýju eftir nokkurra ára hlé. Um leið styrkja félagsmenn gott málefni.
 
Trjáræktarnefnd GKG 2011
Gísli, Gunnlaugur, Ingólfur og Óskar.