Afrekskylfingar GKG halda áfram að slá í gegn í orðsins fyllstu merkingu! Hulda Clara Gestsdóttir, Íslandsmeistari kvenna í golfi 2021, sigraði á sínu fyrsta háskólamóti s.l. þriðjudag á á Firekeeper golfvellinum í Mayetta, Kansas. Þetta mót er svo kallað Conference mót og er eitt af lykilmótum hvers árs. Með þessu tryggir liðið sér sæti í svæðisúrslitum.
Hulda spilar fyrir University of Denver og sigruðu þær liðakeppnina með miklum yfirburðum á 14 höggum undir pari, 42 höggum á undan næsta liði sem var Oral Roberts.
Hulda lék vel allt mótið og tryggði sér sigurinn í einstaklingskeppninni með frábærum lokahring á 66 höggum. Hún komst uppfyrir liðsfélaga sinn Emmu Bryant með þessari frammistöðu.
1 Clara Gestsdottir -6 70-74-66-210
Sjá úrslit í einstaklingskeppninni hér.
Við óskum Huldu Clöru innilega til hamingju með frábæran sigur!!