Einn af skemmtilegu snillingum GKG er Kópavogsbúinn Hrefna Sigurðardóttir. Hún er með 29,3 í forgjöf úti á velli en 26,3 í Trackman og hlakkar mikið til að koma fílefld inn í golfsumarið eftir góða ástundun í golfhermunum í vetur. Það sem meira er, þá er þessi glaðlegi orkubolti líka formaður öldunganefndar GKG og þar er ekkert gefið eftir í golfgleðinni. Við gefum Hrefnu orðið.

Hvað dró þig að golfinu og hvenær?

Það var útiveran og ég held árið 1989.

 

Hvers vegna valdirðu GKG?

Ég bjó í Garðabænum og horfði yfir á golfvöllinn.

Mýrin eða Leirdalur?

Leirdalurinn.

Hvað stendur upp úr hjá þér eftir síðasta golfsumar?

Golfgleði og góðir vinir.

Hvert er planið og leynivopnið  fyrir golfsumarið framundan?

Verða enn betri og æfa í hermunum.

Hvert er drauma GKG hollið þitt og hvaða utanfélagsmaður fengi að vera með í hollinu?

Svandís, Ragna og Björg Kufode-Hansen vinkona mín úr GR.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur lent í á golfferlinum?

Að hafa farið holu í höggi í kvennamóti GKG og ODDS 26. júní 2007.

En það vandræðalegasta?

Að hlaupa á eftir golfkerrunni og bjarga kylfunum frá tjörn á Akranesi.

Tekur þú þátt í GKG mótunum og ef svo er hvert er uppáhaldsmótið þitt?

Já, kvennamótin eru frábær.

Hvert er uppáhalds leikformið þitt?

Höggleikur með forgjöf.

Uppáhalds holan þín á Leirdalnum? 

Fjórða holan, hún tekur vel á móti manni eftir erfiða 3ju brautina.

Uppáhalds holan þín á Mýrinni?

Áttunda holan, gaman að slá upp brekkuna og inná grínið.

Hver er uppáhaldsvöllurinn fyrir utan GKG?

Hellan.

Notar þú golfhermana og ef svo er hver er upplifunin?

Já, circa 2 – 3 sinnum í viku, alveg frábær upplifun.

Hver er uppáhaldskylfan og í hvaða aðstæðum notarðu hana helst?

Það er 4 hybridinn Þegar 3 trékylfan klikkar.

Áttu þér fyrirmynd í golfinu?

Lexi Thompson.

Hvernig nestar þú þig út á golfvöll?

Banani, brauð / corny kex og orkudrykkur.

Hvað geturðu sagt okkur skemmtilegt af starfi öldunganefndar GKG?

Gaman hvað konurnar eru að sækja á og mæta í mótin, 7 mót eru á dagskrá í sumar og við hlökkum til að spila saman úti og sjá hvernig hermarnir munu skila okkur sem betri kylfingum.

Hvað er lang, lang best við GKG?

Það er auðvitað GKG stemmingin og yndislegir vinir og svo þessi glæsilega aðstaða í golfskálanum og allt það frábæra starfsfólk sem þar starfar.