Miðvikudagsmótaröð GKG heldur áfram á morgun, miðvikudaginn 18. júlí. Tvö mót eru búin og hefur þáttakan verið þokkaleg. Keppnisfyrirkomulag er punktakeppni og telja bestu fjögur mót sumarsins í heildarkeppnina. Svo nú er aldeilis lag að mæta og taka þátt, nýta góða veðrið og ná inn almennilegu punktaskori. Það er enn ekki of seint að byrja.

 

Kylfingar skrá einfaldlega á rástíma eins og venjulega, en koma við í ProShop áður en leikur hefst, greiða mótsgjald kr. 1.500 og fá í hendur skorkort sem þeir skila inn að leik loknum. Ljúki kylfingar leik eftir að ProShop lokar (klukkan 22:00) hafa þeir frest til klukkan 22:00 á fimmtudaginn 19. júlí að skila inn skorkorti.

 

Nú þegar eru tvö mót búin og má sjá heildarstöðuna eftir tvö mót og úrslit síðasta móts með því að smella hér. Eins og alltaf þá hljóta þeir sem fengu flesta punkta í hverju móti í karla og kvennaflokki verðlaun og geta Jónína Pálsdóttir og Arnar Birgir Pálsson náð í verðlaun sín í ProShop, en þau eru í öllum mótunum í sumar 10.000 króna inneign í Golfbúðinni Hafnarfirði.

 

Sjáumst hress á morgun!