Ingunn Gunnarsdóttir setti vallarmet af bláum teigum á Vífilsstaðavelli á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fór um síðustu helgi. Ingunn lék á 72 höggum sem er 2 höggum yfir pari vallarins. Bláir teigar voru fyrst teknir í notkun nú í sumar og er þetta eins og áður sagði lægsti höggafjöldi sem spilað hefur verið af bláum teigum kvenna. Hún fékk 12 pör, 4 skolla og 2 fugla á hringnum.
Við óskum Ingunni að sjálfsögðu til hamingju þennan frábæra árangur.