Inniaðstaða GKG í íþróttahúsinu Kórnum opnar á morgun fimmtudaginn 8. janúar.  Aðstaðan er opin öllum félagsmönnum í GKG og er þeim að kostnaðarlausu.  Þarna eru átta mottur til að slá af og eins er þarna 18 holu púttflöt.  Aðstaðan er staðsett undir stúkunni og er gengið inn um aðalinngang íþróttahússins.

Til að byrja með verður opnunartíminn  mánudagar til og með fimmtudagar frá kl.  20.10  til  22.10

Síðar í mánuðinum verður bætt við opnunartíma á laugardögum, og það auglýst síðar.  Við hvetjum félaga til að kíkja við og hefja æfingar að kraftir.  Allar nánari upplýsingar veitír framkvæmdastjóri GKG olafure@gkg.is

Formleg opnun æfingaaðstöðunnar verður síðan um miðjan mánuðinn.