Nú styttist í meistarmót GKG 2011 og viljum við að því tilefni biðja verðlaunahafa síðasta árs um að skila inn farandbikurum sem þeir hafa haft síðasta árið.  Það er áríðandi að fá þessa bikara inn sem fyrst þar sem við eigum eftir að láta setja nöfn vinningshafa á þá.

Vinsamlega hafið samband við Gest eða Guðrúnu á skrifstofu okkar.