International Pairs mótið fór fram í gær, sunnudaginn 29. júní, á Leirdalsvellinum. Mótið var ein af nokkrum undankeppnum sem fram fara á Íslandi og unnu efstu tvö liðin sér inn þátttökurétt á úrslitamótinu á Íslandi, en það fer fram í lok ágúst. Í því móti keppa liðin um að verða fulltrúar Íslands á heimsmeistaramótinu í parakeppni, en hún fer síðan fram á Skotlandi í september.
Leikinn var betri bolti, punktakeppni, en hlutskarpasta parið voru þeir Kristófer Jónasson og Jónas Kristófersson, með hvorki fleiri né færri en 49 punkta. Í öðru sæti urðu Sigþór Magnússon og Gísli Þorsteinsson með 44 punkta og unnu þessi tvö pör sér inn rétt til þess að taka þátt í úrslitamótinu á Íslandi í lok september. Einnig voru veitt verðlaun fyrir 3.-5. sætið og geta verðlaunahafar vitjað þeirra í ProShop GKG.