Íslandsmóti golfklúbba 12 ára og yngri lauk í gær í Bakkakoti hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Mótið fór fram dagana 2.-4. september var fyrsti dagurinn spilaður í Korpunni hjá GR, seinni dagurinn á Sveinskotsvelli hjá GK og loks úrslitadagurinn í Bakkakoti. 

GKG tefldi fram fjórum liðum sem léku í hvítu, gulu, rauðu og grænu deildinni. Jafnframt var leikið í Bláu deildinni en raðað er í deildir eftir getu kylfinga. Hvíta deildin keppir um Íslandsmeistaratitilinn en hinar deildirnar um deildarmeistaratitilinn. Leikið er með Texas Scramble fyrirkomulagi.

GKG lék til úrslita í öllum deildum en að lokum var það Gula liðið sem vann deildarmeistaratitil. Hvíta liðið endaði í þriðja sæti, Rauða og Græna liðið okkar í 2. sæti. Krakkarnir fengu frábæra reynslu og eru sammála um að þetta sé skemmtilegasta mótið á hverju sumri.

Svona voru liðin okkar skipuð:

Hvíta sveitin – 3. sæti
Bjarki Hrafn Garðarsson
Björn Breki Halldórsson
Kristinn Sturluson
Matthías Jörvi Jensson
Vésteinn Leo Símonarson

Gula Sveitin – 1. sæti – deildarmeistarar!
Alfreð Gísli Gunnarsson
Einar Örn Össurarson
Emil Máni Lúðvíksson
Helgi Freyr Davíðsson
Viktor Breki Kristjánsson
Þorleifur Ingi Birgisson

Rauða sveitin – 2. sæti
Briet Dóra Pétursdóttir
Elín Rós Knútsdóttir
Hanna Karen Ríkhardsdóttir
Kristín Björg Gunnarsdóttir

Græna liðið – 2. sæti
Alda Ágústsdóttir
Arna Dís Hallsdóttir
Embla Dröfn Hákonardóttir
Sara Björk Brynjólfsdóttir

Krakkarnir stóðu sig vel og voru algjörlega sér og sínum til fyrirmyndar. Framtíðin er svo sannarlega björt hjá GKG, til hamingju öll sömul!

Íslandsmót golfklúbba 12 ára og yngri fór fyrst fram árið 2017 og er mótið í ár það sjötta frá upphafi.

Vinningshafar frá upphafi:

2017: GKG
2018: GS
2019: GS
2020: GKG
2021: GKG
2022: GA

Smelltu hér fyrir heildarúrslit og fleira.

Smelltu hér til að sjá myndir frá mótinu á myndavef GSÍ  – Myndirnar voru teknar af aðstandendum og þjálfurum á staðnum.

GKG’s green team: Sara Björk, Alda, Embla Dröfn and Arna Dís

GKG red team: Kristín Björg, Elín Rós, Briet Dóra, Hanna Karen

Hvíta lið GKG: Gulli liðsstjóri, Kristinn, Bjarki Hrafn, Matthías Jörfi, Vésteinn Leó, Björn Breki, Davíð íþróttastjóri GM og Sara Kristínsdóttir landsliðskylfingur.