Kæru félagar,

Núna í morgunsárið hófst Íslandsmót golfklúbba. Á Leirdalsvelli keppa átta bestu kvennalið Íslands sem eru GR, GK, GKG, GM, NK, GS, GA og GO. Það er því spennandi keppni framundan næstu þrjá dagana. Hvetjum við félagsmenn til að koma og fylgjast með móti þar sem flestir af bestu kylfingum landsins verða í eldlínunni og að venju má búast við hörkuviðureginum og glæsilegu golfi.

Leirdalsvöllurinn er upptekinn á meðan mótinu stendur en ennþá er nóg af rástímum lausum á Mýrinni. Einnig minnum við félagsmenn á að 50% afsláttur er af teiggjöldum annarra golfklúbba á meðan mótinu stendur. Jafnframt er GKG með vinavallasamning við 10 golfklúbbar, en núna á dögunum bættist Golfklúbbur Álftaness við í hópinn (sjá nánar hér).

Stjórn og starfsfólk GKG