Nú fer af stað ný mótaröð í TrackMan þar sem markmiðið er m.a. að fjölga keppnistækifærum fyrir íslenska kylfinga yfir vetrartímann. Við vonumst til að kylfingar fjölmenni í mótin, hafi gaman af því að keppa og bera sig saman við aðra í sínum aldursflokki.
Mótaröðin er samstarfsverkefni golfklúbba þar sem þeir skiptast á að halda utan um skráningar í mótin.
GKG sér um fyrsta mótið og er skráning í GolfBox. Leiknar eru 18 holur og hægt er taka þátt í TrackMan hermi hvar sem er. Mótsgjald í hvert mót er kr. 1.000 sem greitt er við skráningu og rennur það óskipt í verðlaunafé í formi gjafabréfa.
Keppendur hafa heilan mánuð til að klára hvern keppnishring.
Mót 1 1.-31. Des – GKG – Lofoten Links, Noregur
Mót 2 1.-31. Jan – GM – PGA West Nicklaus Tournament Course, USA.
Mót 3 1.-29. Feb – NK – The Great Northern, Danmörk
Mót 4 1.-31. Mars – GKG– Crans sur Sierre, Sviss
Mót 5 1.-30. Apríl – GM– völlur kynntur síðar
Skráning:
Fyrsta skráning í mótið er í gegnum GolfBox, sjá hér: https://tourentry.golfbox.dk/?cid=4240324
Í kjölfarið er sent boð frá TrackMan um þátttöku í mótið, bæði með tölvupósti og beint í TrackMan appið.
Þegar í herminn er komið þá 1. skráirðu þig inn með appinu, 2. velur Tournaments, 3. finnur mótið og byrjar að spila.
Keppnisskilmálar:
Leikinn er höggleikur án forgjafar. Keppt er í eftirfarandi flokkum, kk og kvk.
Opinn flokkur 19 ára og eldri
15-18 ára
14 ára og yngri
Miðað er við fæðingarár og flokkun árið 2024, þ.e. fædd 2009 leika í flokki 15-18 ára.
Stillingar:
Greens: Medium
Greens stimp: 9 fet
Pins: Medium
Wind: Calm
Pútt: Auto Fixed (1 pútt <3 metra, 2 pútt 3,1-20 metra, 3 pútt >20 metra)
Mulligans:
Mulligans eru leyfðir ef um tæknilega villu er að ræða, t.d. “draugahögg”. Það mun sjást á skorkortinu ef mulligan er notaður og þarf leikmaður að senda skriflega skýringu til ulfar@gkg.is.
Verðlaun í hverjum flokki:
Öllum mótsgjöldum í hverjum flokki fyrir sig verður ráðstafað í verðlaunafé (gjafabréf).
Ef eitthvað er óskýrt þá endilega hafið samband við ulfar@gkg.is
Gangi þér vel!