Eftirtaldar konur unnu til verðlauna:

1. Þórunn Guðmundsdóttir, 47 punkta og fékk hún ZO ON vindjakka með merki GKG úr GKG-búðinni
2. Kolbrún Jónsdóttir, 41 punkt og fékk hún ZO ON stuttermabol með merki GKG úr GKG-búðinni
3. Unnur Bergþórudóttir Johnsen, 35 punkta og fékk hún ZO ON stuttermabol með merki GKG úr GKG-búðinni
4. Sóley Stefánsdóttir, 35 punkta og fékk hún húfu með merki GKG úr GKG-búðinni
5. Svandís Bjarnadóttir, 33 punkta og fékk hún húfu með merki GKG úr GKG-búðinni
6. Kristín Jónsdóttir, 33 punkta og fékk hún stuttermabol með merki GKG úr GKG-búðinni
7. Sigrún Ágústsdóttir, 33 punkta og fékk hún stuttermabol með merki GKG úr GKG-búðinni
8. Guðrún Maggie Magnúsdóttir, 33 punkta og fékk hún stuttermabol með merki GKG úr GKG-búðinni

Nándarverðlaun á 8. braut: Svandís Bjarnadóttir og fékk hún ýmsar vörur frá Danól
Nándarverðlaun á 11. braut: Margrét Fjeldsted og fékk hún ýmsar vörur frá Danól
Nándarverðlaun á 13. braut: Sóley Stefánsdóttir og fékk hún ýmsar vörur frá Danól

Teiggjafir voru golfboltar frá SPH og drykkjarvörur frá Vífilfelli.

Við þökkum starfsmönnum GKG sérstaklega fyrir veitta aðstoð við þessa ferð en þau stóðu sig frábærlega.

Samkvæmt áætlun kvennanefndar á að vera 18 holu mót þriðjudaginn 29. ágúst n.k. Kvennanefndin hefur ákveðið að fella það mót niður enda erfitt að vera með 18 holu mót á virkum degi síðsumars. Við munum hins vegar reyna að vera með einhverja uppákomu þennan dag og hvetjum við konur til þess að fylgjast með heimasíðu GKG í næstu viku.

Kvennanefndin