Jimenez Group sigraði í Liðakeppni GKG annað árið í röð!

Á laugardag fór fram lokahnykkurinn í keppnishaldi GKG. Hefð er komin fyrir því að leika til úrslita í Liðakeppninni og Holukeppninni og halda innanfélagsmót, “Lokamótið“ sama dag. Forgangsrétt í Lokamótinu höfðu þau sem tekið höfðu þátt í Liða- og/eða Holukeppninni í sumar. Einnig voru veitt verðlaun fyrir besta árangurinn í VITA mánudagmótaröðinni sem fer fram allt sumarið.

Sigurvegarar í Liðakeppni GKG er Jimenez liðið en þeir lögðu Olsen bandið 2-1 í úrslitaviðureigninni þar sem leikinn er einn fjórleikur og tveir tvímenningar, líkt og í öllum leikjum sumarsins. Jimenez sigruðu einnig í fyrra og gæta því bikarsins eitt ár til viðbótar.

Í keppninni um bronsið sigruðu RainX eftir góða rimmu við dómarana í Referenderius.  

Í sigurliði Jimenes Group voru:  Daði Hannesson, Davíð Stefán Guðmundsson , Elmar Þorbergsson, Jón Sigurðsson, Njörður Árnason, Pálmi Jónsson, Pálmi Þór Gunnarsson, Ragnar Þórður Jónasson

Lið Ólsen bandsins skipuðu: Eggert Ólafsson, Brynjar Sverrisson, Eysteinn Marvinsson, Magnús Jónsson, Ólafur Eggert Guðmundsson, Óli Halldór Sigurjónsson, Sigurþór Skúli Sigurþórsson, Örn Árnason.

Í úrslitaleiknum mættust í fjórleik Pálmi Jóns og Ragnar fyrir Jimenez Group á móti Erni og Sigurþór fyrir Ólsen bandið. Ólsen bandið vann þann leik 3/2.
 
Í tvímenningi mættust Davíð Stefán úr Jimenez Group á móti Óla H úr Ólsen þar sem Davíð sigraði 6/5. Staðan því 1-1.
 
Þannig var ljóst að seinni tvímenningurinn var hreinn úrslitaleikur og mættust þar Elmar Jimenez og Ólafur Eggert Olsen. Leikurinn var mjög spennandi og endaði með 2/1 sigri Elmars. 
 
Í liði RainX sem hlutu þriðja sætið skipuðu: Kristján Hjálmar Ragnarsson, Brynjar Björnsson, Haraldur Gunnarsson, Hugó Rasmus, Kristján Halldórsson, Ólafur Björnsson, Sverrir Davíð Hauksson, Vilmar Pétursson.
 

Hart barist á velli en allir vinir á eftir!

 

Sigurliðið: Davíð Stefán Guðmundsson, Ragnar Þórður Jónasson, Pálmi Þór Gunnarsson, Njörður Árnason liðsstjóri, Elmar Þorbergsson, Pálmi Jónsson og Jón Sigurðsson. Einnig í liðinu var Daði Hannesson.

Sannur íþróttaandi: Njörður liðsstjóri Jimenez kom eftir 12. braut með snittur og drykki fyrir leikmenn beggja liða í úrslitaleiknum.

 

Leikmenn á fyrsta teig tilbúnir í baráttuna:  Ragnar Þórður, Óli H, Elmar, Sigurþór, Davíð Stefán, Örn, Pálmi Jóns og Ólafur Eggert.

By |08.09.2025|Categories: Fréttir, Fréttir almennt|

Share This Story, Choose Your Platform!

Go to Top