Frí verður frá skipulögðum æfingum GKG frá og með 19. des til 4. janúar. Æfingar hefjast á ný samkvæmt óbreyttri æfingatöflu 5. janúar.

Kórinn verður lokaður 23.-26. des og frá 30.12-2.jan. Alla aðra daga er opið og viljum við hvetja ykkur til að brjóta upp jólafríið og æfa sjálf í Kórnum, árangur næst með ástundun og aukaæfingum.

Ef golfaðstaðan er læst þá opna húsverðir fyrir ykkur.  Muna bara að sýna þeim félagsskirteinið en húsverðir HK vilja vita “hverra manna” fólk er sem gengur um húsið.

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum iðkendum og aðstandendum kærlega fyrir góðar stundir á liðnu ári og hittumst hress og kát á því næsta!

Áfram GKG!

Þjálfarar GKG