Nú er að koma sá tími þar sem fólk fer að taka niður jólatréin á heimilum sínum. Við hjá GKG erum til í að fá öll “lifandi” tréin til okkar þar sem við erum að safna í góðan haug til að kurla á vor mánuðum.
Kurlið er notað í beð og kringum tré á vellinum. Koma má með tréin til okkar í áhaldahúsið og skilja þau eftir þar fyrir utan en við viljum ekki fá þau með jólaskrauti eða jólaseríum á þar sem það kæmi líklega ekki til með að líta vel út í beðum vallarins.
Með bestu nýárskveðju
Guðmundur Vallarstjóri.