VITA mánudagsmótaröðin fór fram í sumar í 11. sinn en fyrsta mótið fór fram 2015. Tólf mót eru leikin yfir sumarið og telja fjögur bestu punktaskorin í heildarkeppninni.

Okkar góði styrktaraðili Icelandair VITAgolf með Peter Salmon í fararbroddi hefur undanfarin ár styrkt mótið með glæsilegum vinningum, en sigurvegarar í karla- og kvennaflokki fá 300.000 kr. ferðainneign með Icelandair VITA golf.

Í karlaflokki var gríðarleg spenna en á endanum var það Jón Einarsson sem bar sigur úr bítum með 164 punkta, en fjórir bestu hringirnir telja. Í öðru sæti var Friðrik Örn Arnórsson með 163 punkta. Jafnir í þriðja sæti voru Jón Heimir Sigurbjörnsson og Gunnar Valdimar Johnsen eldri með með 162 punkta. Samkvæmt mótsreglum er 18 holu umspil ef tveir kylfingar eða fleiri eru jafnir í verðlaunasæti, sem leikið skal í Lokamóti keppnishalds 6. september.

Til hamingju Jón!

Lokastaðan í karlaflokki:

1    Jón Einarsson 164 punktar (39, 45, 39, 41)
2    Friðrik Örn Arnórsson 163 punktar (42, 39, 36, 46)
3    Gunnar Valdimar Johnsen 162 punktar (42, 41, 41, 38)
4   Jón Heimir Sigurbjörnsson 162 punktar (49, 39, 35, 39)
    

Heildarúrslit eru að finna hér.

Í kvennaflokki sigraði Heiðrún Ragnarsdóttir býsna örugglega en hún sótti 167 punkta í fjórum bestu hringjum sumarsins, fimm punktum á undan Heiðu Steinsson. Formaður kvennanefndar Berglind Stefanía Jónasdóttir hafnaði í þriðja sæti með 160 punkta. 

Til hamingju Heiðrún!

Lokastaðan í kvennaflokki:
1    Heiðrún Ragnarsdóttir
2    Heiða Steinsson
3    Berglind Stefanía Jónasdóttir 

Heildarúrslit í kvennaflokki finnast hér.

Alls tóku alls 81 karl og 64 konur þátt.

Allar upplýsingar um VITA mánudagsmótaröðina er að finna hér.

Við þökkum Icelandair VITAgolf kærlega fyrir stuðninginn og óskum verðlaunahöfum til hamingju með frábæran árangur!