Næstkomandi laugardag fer fram Jóns Ólafssonar mótið sem er styrktarmót fyrir íþróttastarf klúbbsins.  Íþróttafólk okkar hefur staðið sig frábærlega það sem af er ári og má þar nefna að Birgir Leifur Hafþórsson er bæði Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni.  Kvennasveit GKG varð í örðu  sæti í sveitakeppninni og er það besti árangur sem þær hafa náð, karlalið okkar varð í þriðja sæti.  Drengjasveit 15 ára og yngri varð um helgina Íslandsmeistari og kvennasveit öldunga náði örðru sætinu á Akureyri. Glæsilegur árangur.

Jón Ólafsson var einn af frumkvöðlum íþrótta og afreksstarfs GKG og því ber styrktarmótið nafn hans.

Mótið er punktamót og höggleikur þar sem hámarks leikforgjöf er 24 hjá körlum og 28 hjá konum.

Mótsgjald er kr. 4.000 og rennur það óskipt til íþróttastarfs GKG.

Íþróttanefnd vonar að sem flestir sjái sér fært að mæta og styrkja það góða starf sem unnið.