Jórunn Jónasdóttir varð í dag holukeppnismeistari GKG árið 2006 þegar hún sigraði Jón Guðmundsson 5/4 í úrslitum. Á leið sinni í úrslit vann hún Hansínu Þorkelsdóttir í undanúrslitum og áður hafði hún borið sigurorð af þeim Helga Ingimundarsyni, Þorfinni Hannessyni og Pétri Andra Ólafssyni. Þetta er glæsilegur árangur hjá Jórunni og óskum við henni til hamingju með titilinn.