Hið árlega Iceland Express mót var haldið á Vífilsstaðavelli í dag. Jórunn Pála Jónasdóttir gerði sér lítið fyrir og vann punktamótið með yfirburðum á 47 punktum. Aðalsteinn Einar Stefánsson úr GK varð í öðru sæti með 42 punkta og síðan kom Erna Valdís Ívarsdóttir með 41 punkt í þriðja sæti. Unglingstelpur okkar GKG voru því í fyrsta og þriðja sæti sem er sannarlega glæsilegur árangur. Nánari úrslit er að finna á http://www.golf.is/