Karlasveit GKG sem leikur nú í Sveitakeppni GSÍ sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru sigraði annan leik sinn í dag gegn GA 4-1. Fyrri leik dagsins unnu okkar menn 3-2 eftir 5 holu bráðabana Sigmundar Einars Mássonar.

Leikir dagsins unnust allir tiltölulega auðveldlega nema einn sem tapaðist á 18. holunni. Úrslit leikjanna var annars þannig

Fjórmenningur sem skipaður var þeim Brynjólfi Einari Sigmarssyni og Kjartani Dór Kjartanssyni gegn Birni Guðmundssyni og Árna Má Harðarsyni vannst 4/3.

Ottó Sigurðsson vann Ómar Halldórsson 7/6 – Birgir Leifur Hafþórsson vann Birgir Haraldsson 7/5 og – Sigmundur EInar Másson vann Ingvar Karl Hermannsson 6/5.

Strákarnir í GKG eiga að keppa við GR í fyrramálið og hefst fyrsta viðureign klukkan 8:42. Það verður mikil spenna þar sem GSE vann GR í dag og því upp á líf og dauða fyrir GSE, GR og GKG að halda stöðu sinni.

Á myndinni er Kjartan Dór Kjartansson sem lék ágætlega á Íslandsmótinu í holueppni. Hann komst þar í 8 manna úrslit og stóð sig best GKG keppenda.