Karlasveit GKG var rétt í þessu að leggja sveit GSE að velli 3-2. Mikil spenna var á lokamínútunum þar sem staðan var 2-2 og einmenningsleikur Sigmundar Einars fór í bráðabana sem Sigmundur vann á 23. holu.
Annars fóru leikirnir þannig:
Birgir Leifur Hafþórsson vann Helga Birki Þórisson 3/2
Úlfar Jónsson vann Hjört Brynjarsson 4/2
Sigmundur Einar Másson vann Tryggva Valtý Traustason 1/0 á 23. holu eftir bráðabana.
Ottó Sigurðsson tapaði fyrir Styrmi Guðmundssyni1/0
Haukur Már Ólafsson og Kjartan Dór Kjartansson töpuðu síðan fyrir Siggeiri Vilhjálmssyni og Eiríki Guðmundssyni 2/1 í fjórmenningsleiknum