IMG_3713Stór hópur keppniskylfinga úr GKG hélt til Morgado Golf Resort í Portúgal 19. mars og dvelur þar við æfingar og leik fram yfir páska. Alls eru 100 aðilar í ferðinni, þar af 44 kylfingar úr keppnishópum klúbbsins í ferðinni, auk fjögurra þjálfara. Þar að auki eru 52 aðstandendur með í för, foreldrar, systkin, afar og ömmur. Sannkölluð fjölskylduferð enda GKG svo sannarlega fjölskylduvænn golfklúbbur.

Fyrsti golfdagur ferðarinnar var í dag og voru skin og skúrir í orðsins fyllstu merkingu. Sólin skein glatt um morguninn, en um miðjan dag kom góður gróðraskúr, en síðan stytti upp síðar um daginn og var hið besta veður. Veðurspáin næstu daga lofar góðu og verður tíminn vel nýttur til að spila og æfa. Aðstæður á Morgado er mjög góðar, tveir skemmtilegir golfvellir og allur aðbúnaður eins og hótel og matur fyrsta flokks.

Hægt er að skoða myndir með því að smella hér.

IMG_3718 IMG_3717 IMG_3709