Nú þegar keppnistímabilið er að hefjast og framundan skemmtilegt golfsumar á vellinum þá viljum við benda á hinar ýmsu leiðir sem börn og unglingar í GKG hafa þegar kemur að spili á vellinum og keppnum. Mikilvægt er að allir finni sér vettvang við hæfi og nái að þróa sinn áhuga og árangur á jákvæðan máta.

Varðandi keppnir þá er mikilvægt að finna leiðir sem hæfa hverjum og einum. Eftirfarandi upptalning sýnir flest af því sem er í boði og ættu allir að finna mót við hæfi:

Mix mótaröð byrjenda – fyrir byrjendur sem eru með forgjöf 36-54.
Dags. móta: 15. júní – 29. júní – 13. júlí – 27. júlí – 10. ágúst – 24. ágúst

Egils Kristals mótaröð GKG – fyrir þau sem eru með lægra en 36 í forgjöf og eru orðin vön að spila 18 holur á Leirdalsvelli.
Dags. móta: 14. júní – 28. júní – 12.júlí – 26. júlí – 9. ágúst- 23.ágúst

Niðjamót GKG – Haldið 1. júlí og er til styrktar barna- og unglingastarfi GKG.

Meistaramót GKG – Barna- og unglingaflokkar leika 2.-5. júlí

Opna Ping unglingamótið – tveggja manna liðakeppni “betri bolti”

Mótaraðir GSÍ

Áskorendamótaröð Íslandsbanka  – “Það er gaman í golfi”
Hentar þeim stíga fyrstu skrefin í keppnisþátttöku og hafa ekki nægilega lága forgjöf til að leika á Íslandsbankamótaröðinni

Íslandsbankamótaröð unglinga – “Þar sem stjörnur verða til”
Keppt í flokkum 14 ára og yngri, 15-16 ára, 17-18 ára og 19-21 árs.

Önnur mót:
GKG sendir sveitir í Íslandsmót golfklúbba, og velja þjálfarar liðin u.þ.b. viku fyrir mót.

Dagsetningar eru eftirfarandi:
18-20. ágúst Íslandsmót golfklúbba 12 ára og yngri drengir/stúlkur – staðsetning óráðin
18-20. ágúst Íslandsmót golfklúbba drengir 15 ára og yngri Hlíðarvöllur í Mosfellsbæ (GM)
18-20. ágúst Íslandsmót golfklúbba pilta 16-18 ára Strandarvöllur á Hellu (GHR)
18-20. ágúst Íslandsmót golfklúbba stúlkna 18 ára og yngri Selsvöllur á Flúðum (GF)

Sjá hér dagskrá innanfélagsmóta GKG og GSÍ móta.

Varðandi yngstu krakkana, sem eru að stíga sín fyrstu skref og eru e.t.v. ekki tilbúin að fara og spila Mýrina, þá bendum við á æfingavellina sem eru á grassvæðinu við Vífilsstaðaveginn (stærri holur), og vestan við Vetrarbrautina. Þetta eru stuttar brautir sem að henta vel til að leika sér á og læra grunnatriðin. Á Mýrinni eru fremri teigar sem staðsettir eru á brautunum (gullteigar) og mælum við með því að þar sé leikið til að byrja með og síðan metið hvort leikið verði á rauðum teigum. Vallarmat er af gullteigunum, og því hægt að spila til forgjafar af þeim. Á föstudögum í sumar verða sérstakar spilæfingar þar sem krakkarnir mæta kl. 9 og þjálfari raðar í lið. Leikið er á Mýrinni til að verða kl 12.

Stefna GKG er að eiga breiðan hóp kylfinga í mótaröðum GSÍ og kylfinga í fremstu röð.

Áfram GKG!