Nú þegar keppnistímabilið er að hefjast og framundan skemmtilegt golfsumar á vellinum þá viljum við benda á hinar ýmsu leiðir sem börn og unglingar í GKG hafa þegar kemur að spili á vellinum og keppnum. Mikilvægt er að allir finni sér vettvang við hæfi og nái að þróa sinn áhuga og árangur á jákvæðan máta.

Varðandi keppnir þá er mikilvægt að finna leiðir sem hæfa hverjum og einum. Eftirfarandi útlistun sýnir það sem er í boði og ættu allir að finna mót við hæfi:

Mix mótaröð GKG barna og unglinga

Nánari upplýsingar og skráningu er að finna hér.

Mótsdagar: 16. júní – 30. júní – 14. júlí – 28. júlí – 11. ágúst

Egils Kristals mótaröð GKG

Sjá nánari upplýsingar og skráningarform hér.

Mótsdagar: 15. júní – 29. júní – 13.júlí – 27. júlí – 10. ágúst- 17.ágúst

Niðjamót GKG

Haldið 2. júlí og er til styrktar barna- og unglingastarfi GKG. Upplýsingar og skráning á golf.is.

Meistaramót GKG

Barna- og unglingaflokkar leika 3.-5. júlí. Upplýsingar og skráning á golf.is.

Mótaraðir GSÍ

Til að þróa keppnisþátttökuna enn frekar og kynnast því að spila fleiri velli og kynnast krökkum úr öðrum klúbbum, þá hvetjum við til þátttöku í Áskorendamótaröð Íslandsbanka. Fyrir forgjafarlægri kylfinga, og þau sem eru orðin vön að keppa þá mælum við með Íslandsbankamótaröð unglinga. Forgjafarlægstu í hverjum flokki fá þátttökurétt.

Áskorendamótaröð Íslandsbanka

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
10 ára og yngri: 9 holu punktakeppni
12 ára og yngri: 18 holu punktakeppni
14 ára og yngri: 18 holu höggleikur
15-16 ára: 18 holu höggleikur
17-18 ára: 18 holu höggleikur

Þeir keppendur sem ekki nægilega lága forgjöf til að komast inn á Íslandsbankamótaröð unglinga geta tekið þátt í Áskorendamótaröðinni. Skráningu lýkur miðvikudagskvöld fyrir hvert mót.

Mótin fara fram í sumar á eftirfarandi dögum og völlum:
28.maí Áskorendamótaröð Íslandsbanka (1) Húsatóftavöllur, GG
11. júní Áskorendamótaröð Íslandsbanka (2) Setbergsvöllur, GSE
10. júlí Áskorendamótaröð Íslandsbanka (3) Bakkakotsvöllur , GM
16-17. júlí Áskorendamótaröð Íslandsbanka (4) Gufudalsvöllur, GHG
6. ágúst Áskorendamótaröð Íslandsbanka (5), GOS
27. ágúst Áskorendamótaröð Íslandsbanka (6) Kálfatjarnarvöllur GVS

Allir GKG kylfingar sem taka þátt fá 3 fötur á æfingasvæði GKG.

Íslandsbankamótaröð unglinga

Þátttökurréttur: Hámark 144 keppendur geta tekið þátt í Íslandsbankamótaröð unglinga sem skiptist niður í þrjá aldursflokka. Í hverjum aldursflokki verða hámark 48 keppendur þar af verða 36 strákar og 12 stelpur. Ef fjöldi skráðra keppenda fer yfir hámark í hverjum flokki ræður forgjöf því hverjir komast inn í hvern flokk fyrir sig. Þ.e.a.s 36 forgjafar lægstu strákarnir og 12 forgjafar lægstu stelpurnar í þeim flokki komast í mótið. Standi val á milli keppenda með jafnháa forgjöf skal hlutkesti ráða.

Mótin fara fram í sumar á eftirfarandi dögum og völlum:Sig_Eva_Hulda
28-29. maí Íslandsbankamótaröðin (1) Hólmsvöllur í Leiru, GS
10-12. júní Íslandsbankamótaröðin (2) Íslandsmót í holukeppni Hvaleyrarvöllur, GK
10-11. júlí Íslandsbankamótaröðin (3) Hlíðavöllur, GK
15-17. júlí Íslandsbankamótaröðin (4) Íslandsmót í höggleik Leirdalsvöllur, GKG
6-7. ágúst Íslandsbankamótaröðin (5) Strandarvöllur, GHR
27-28. ágúst Íslandsbankamótaröðin (6) Húsatóftavöllur, GG

Nánari upplýsingar um mótaraðir GSÍ (t.d. mótsgjald, keppnisskilmála og reglur um kylfubera) er að finna á golf.is undir Mótaskrá/Unglingamót.

Önnur mót:

GKG sendir sveitir í Íslandsmót golfklúbba – unglinga (áður Sveitakeppni), og velja þjálfarar liðin u.þ.b. viku fyrir mót.

Dagssetningar eru eftirfarandi:
12-14. ágúst Íslandsmót golfklúbba – drengja 15 ára og yngri Selsvöllur, GF
12-14. ágúst Íslandsmót golfklúbba – pilta 18 ára og yngri Þverárvöllur, GÞH
12-14. ágúst Íslandsmót golfklúbba – stúlkna 15 ára og 18 ára og yngri Þorlákshafnarvöllur, GÞ
sprellimynd

Stefna GKG er að eiga breiðan hóp kylfinga í mótaröðum GSÍ og kylfinga í fremstu röð.

Varðandi yngstu krakkana, sem eru að stíga sín fyrstu skref og eru e.t.v. ekki tilbúin að fara og spila Mýrina, þá bendum við á æfingavellina sem eru á grassvæðinu við Vífilsstaðaveginn (stærri holur), og vestan við Vetrarbrautina. Þetta eru stuttar brautir sem að henta vel til að leika sér á og læra grunnatriðin. Á Mýrinni eru fremri teigar sem staðsettir eru á brautunum (gullteigar) og mælum við með því að þar sé leikið til að byrja með og síðan metið hvort leikið verði á rauðum teigum. Vallarmat er af gullteigunum, og því hægt að spila til forgjafar af þeim. Á föstudögum í sumar verða sérstakar Texas Scramble spilæfingar (2-3 saman í liði) sem við hvetjum krakkana til að mæta á (nánari upplýsingar þegar nær dregur).

Nánari upplýsingar veitir undirritaður.

Áfram GKG!

Úlfar Jónsson
Íþróttastjóri