Nettómótið á Unglingamótaröð GSÍ fer fram í annað sinn hjá okkur í GKG 10.-12. júní 2021. 

Okkur hlakkar mikið til að taka á móti stjörnum framtíðarinnar og fylgjast með þeim glíma við Leirdalsvöllinn.

Skráningur lýkur þann 8. júní kl. 23.59. Keppt er í flokkum 14 ára og yngri, 15-16 ára, 17-18 ára og 19-21 árs – smelltu hér til að skrá til leiks.

Elstu flokkarnir, 17-21 árs hefja leik á fimmtudag og er ræst út frá kl. 13. Aðrir flokkar hefja leik á föstudag og lýkur keppni í öllum flokkum á laugardag. 

Sú nýbreytni er í ár að leikið verður um Nettóbikarinn fyrir besta skor í höggleik á 54 holum í flokkum 17-21 árs, pilta og stúlkna.

Nánar um Nettó unglingamótið hér.

Fyrir óvanari kylfinga þá fer Áskorendamótaröðin fram í Mýrinni á föstudag, en allir flokkar leika 9 holur. Leikið er í flokkum 10, 12, 14 ára og yngri og einnig 15-18 ára. Ávallt er miðað við fæðingarár þegar raðað er í flokka.

Kjörörð Áskorendamótaraðarinnar er „Það er gaman í golfi“ er hún hugsuð sem fyrstu skref og stuðningur við keppnisþátttöku ungra kylfinga. Markmiðið er að hafa gaman og aðaláherslan lögð á að læra leikinn og mismunandi leikform hans. Þjálfarar, liðstjórar og foreldrar eru hvattir til þess að taka virkan þátt í að gera þessi mót sem skemmtilegust fyrir þátttakendur með leiðbeinandi og jákvæðu hugarfari í kringum mótin.

Nánari upplýsingar um mótið er hægt að skoða hér.

Skráningu lýkur miðvikudag 9. júní kl. 23:59. – skráning er hér.