Meistaraflokkarnir hófu leik í dag og komu mörg skor undir pari enda veður eins og best verður á kosið. Kjartan Dór Kjartansson lék best í karlaflokki en hann lauk leik á 67 höggum eða 3 undir pari. Kjartan var öryggið uppmálað á hringnum og var að slá fanta vel. Ottó Sigurðsson kom næstur á 68 höggum, þá Sigmundur Einar Másson og Björn Halldórsson á 69 höggum.

Í Meistaraflokki kvenna tók hin unga og bráðefnilega Eygló Myrra forystu en hún lék hringinn í dag á 77 höggum. María Málfríður lék á 82 höggum og er því ekki langt undan í baráttunni um klúbbmeistaratitilinn.

Við hvetjum kylfinga til þess að koma og fylgjast með þessum stórskemmtilegu kylfingum því búast má við hörkubaráttu næstu daga í Vetrarmýrinni.