Kjartan Dór átti spennandi viðureign við Sigurþór Jónsson og sigraði á 19. holu 1/0.

Ottó þurfti að fara á 19. holuna til þess að knýja fram sigur á Bjarna Sigþóri Sigurðssyni 1/0.

Sigmundur Einar Másson nýkrýndur Íslandsmeistari í höggleik lagði Davíð Viðarsson á 16. holu 3/2,

Þeir félagar hefja allir leik í fyrramálið. Kjartan Dór leikur klukkan 9:12 við Þórð Rafn Gissurarson, Ottó klukkan 9:20 við Hjört Brynjarsson og Sigmundur Einar klukkan 9:36 við Örn Ævar Hjartarson. Nái þeir að sigra leiki sína leika þeir í 8 manna úrslitum sem hefjast klukkan 13:49, 14:05 og 14:21.