Kæru félagar,

Nú í vor virðist áhugi félagsmanna á að koma sér í gott golf form fyrir sumarið meiri en nokkru sinni áður. Kvöldnámskeiðin sem við bjóðum upp á fyllast jafn fljótt og þau eru auglýst, eitthvað er þó laust í hádegisnámskeiðum. Vissulega er framangreint ánægjuleg þróun en hefur þann ókost að Kórinn er þétt bókaður.

Opnir tímar fyrir félagsmenn eru eftirfarandi:

  • Alla virka daga frá kl. 08:00-14:45 (undantekning er á fimmtudögum milli 12-13)
  • Fimmtudaga frá kl. 20-22:30
  • Föstudaga frá kl. 17-20
  • Laugardaga frá kl. 08:00 – 22:30 (púttmót annan hvern laugardag 11-13 en samt pláss fyrir félagsmenn að æfa)
  • Sunnudaga frá kl. 08:00 – 22:30 (námskeið frá kl. 10-14 en samt pláss fyrir félagsmenn að æfa)

Opnun Íþróttamiðstöðvar GKG mun gjörbreyta möguleikum okkar á að koma til móts við allar þær fjölmörgu þarfir GKG-inga hvað varðar námskeiðahald sem og þeirra sem vilja „droppa“ inn og slá úr fötu, vippa, pútta eða æfa og spila í golfhermunum.

Staðan á Íþróttamiðstöðinni er þannig að við munum fá neðri hæðina afhenta öðru hvoru megin við helgina. Þá verður farið á fullt við að smíða golfhermana af þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem búnir eru að skrá sig til leiks. Það er því raunhæfur möguleiki að við séum að opna í byrjun apríl. Það má því með sanni segja að þrátt fyrir þrönga stöðu í dag, þá horfir allt til betri vegar með hækkandi sól

Staffið