Nú stendur yfir síðari keppnisdagur í KPMG Bikarnum. Leikið er holukeppnisfyrirkomulag og eru allir þátttakendur komnir vel af stað. Í meistaraflokki leiðir lið höfuðborgarsvæðisins 9-3 en tólf stig eru í pottinum í dag. Í flokki eldri kylfinga er Reykjavíkurúrval með 10 stig gegn 2 stigum landsbyggðarinnar.