Kristófer Orri Þórðarson og Óðinn Þór Ríkharðsson léku ágætis golf á fyrsta hring Finnish International Junior Championship mótsins.
Kristófer lék á 74 höggum og Óðinn á 77, en parið er 72 á Cooke vellinum sem er rúmlega 6000 metra langur. Mikill hiti gerir keppendum erfitt fyrir, en í dag var 33 stiga hiti, mikill raki og sól. Flatirnar eru mjög hraðar, þannig að þetta er afar góð reynsla fyrir hópinn og kynnast aðstæðum sem öllu jafna er ekki hægt að búast við á Íslandi.
Hér fyrir neðan má sjá skor allra tólf keppenda sem eru á mótinu frá Íslandi, og sömuleiðis heildarstöðuna hér.
Flokkur strákar 15-16 ára
3.sæti Gísli Sveinbergsson GK, 72 högg (PAR)
6.sæti Kristófer Orri Þórðarson GKG, 74 högg (+2)
21.sæti Óðinn Þór Ríkharðsson GKG, 77 högg (+5)
31.sæti Fannar Ingi Steingrímsson GHG, 79 högg (+7)
35.sæti Birgir Björn Magnússon GK, 80 högg (+8)
43.sæti Henning Darri Þórðarson GK, 81 högg (+9)
Flokkur strákar 14 ára og yngri
25.sæti Arnór Snær Guðmundsson GHD, 82 högg (+10)
37.sæti Kristján Benedikt Sveinsson GHD, 85 högg (+13)
Flokkur stelpur 15-16 ára
10.sæti Birta Dís Jónsdóttir GHD, 80 högg (+8)
10.sæti Ragnhildur Kristinsdóttir GR, 80 högg (+8)
Flokkur stelpur 14 ára og yngri.
9.sæti Ólöf María Einarsdóttir GHD, 81 högg (+9)
17.sæti Gerður Ragnarsdóttir GR, 89 högg (+17)