Kristófer Orri Þórðarson, Sigurður Arnar Garðarsson, og Flosi Valgeir Jakobsson, allir úr GKG, kepptu um páskana á sterku unglingamóti á hinum fræga Innisbrook Golf Resort, þar sem PGA mótaröðin heldur Valspar mótið.

Kristófer og Sigurður, sem eru báðir í landsliðshópi GSÍ, kepptu á Innisbrook Island vellinum, sem er um 6500 metra langur og þröngur skógarvöllur. Kepptu þeir í 14-18 ára aldursflokki og stóðu þeir sig mjög vel, en Kristófer, 18 ára, lék á 77-83-75 og endaði í 17. sæti. Sigurður, sem er ný orðinn 14 ára og var yngsti keppandinn í flokknum, lék á 84-78-85 og endaði í 51. sæti. Alls tóku 103 keppendur þátt og var niðurskurður eftir 2 daga.

Flosi keppti í flokki 13 ára og yngri og lék á 86-85, og hafnaði í 8. sæti af 14 keppendum.

Fín frammistaða hjá strákunum og reynist þeim gott veganesti fyrir framtíðina.

Hér er hægt að skoða úrslitin í mótinu.