Á Íslandi getur veður brugðið til beggja átta og þurfa kylfingar að bregðast við því með réttum klæðnaði. Keppnissveitir, liðsstjórar og andlegur leiðtogi GKG fengu nýlega góða sendingu frá Icewear sem nýttist vel í nýafstöðnu Íslandsmóti golfklúbba.
Viljum við þakka Icewear fyrir veittan stuðning.

Kvennasveit GKG: Gunnhildur Hekla, Katrín Hörn, Ingunn, Karen Lind, Anna Júlía, María Björk og Ástrós liðsstjóri. Á myndina vantar Evu Maríu og Írisi.

Karlasveit GKG: Arnar Már þjálfari, Ragnar Már, Jón, Sigurður Arnar, Hlynur, Kristófer Orri, Gunnlaugur Árni, Breki, Aron Snær og Andrés þjálfari og liðsstjóri.