Um helgina fór fram Íslandsmót golfklúbba eldri kylfinga. Kvennasveitin okkar spilaði á Öndverðarnesi og stóð sig með eindæmum vel. Eftir tap við Keili í undanúrslitum þá var ljóst að sveitin myndi keppa um bronsið við GÖ. Stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og sóttu þriðja sætið með yfirburðasigri 5/0.
Sveitina skipaði þau Bergljót Kristinsdóttir, Baldvina Snælaugsdóttir, Elísabet Böðvarsdóttir, Jónína Pálsdóttir, Jóhanna Ríkey Sigurðardóttir, María Málfríður Guðnadóttir, Linda Arilíusardóttir og Sigríður Olgeirsdóttir.