Veðrið hefur kannski ekki leikið við okkur það sem af er sumri og því njótum við enn frekar þegar sólin skín á græna grasið eins og hún hefur gert undanfarna daga.

Völlurinn er þétt setinn kylfingum á öllum aldri bókstaflega. Í dag fór fram í Mýrinni PGA krakkagolf þar sem GKG bauð GK í heimsókn í Texas scramble keppni. Strax í kjölfarið komu nokkrir af elstu og duglegustu kylfingunum okkar í klúbbnum, en þeir mæta nánast hvern dag allt árið um kring, sama hvernig viðrar.

Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum í dag.