Vegna kulda sem hefur verið undan farið og næturfrosta eru vellirnir orðnir viðkvæmir fyrir miklum ágangi og því mikið atriði að kylfingar gangi vel og varlega um vellina.

Það er mjög mikilvægt að ganga frá boltaförum og og kylfuförum eftir sig og einnig að gera við boltaförin eftir þá sem því “gleyma”, þá er mikilvægt að nota sandboxin á par 3 holunum og setja sandinn í kylfuförin.

Þeir sem eru að nota golfbíla eru beðnir um að keyra ekki alveg ofan í flatirnar heldur halda sig í það minnsta 25 metra frá flötunum.

Þar sem ekkert hefur ringt undanfarið og verið næturfrost þurfum við að grípa til þess að fara að vökva á daginn og er það gert úr tölvu í áhaldahúsinu og með eftirliti úti á velli, vonandi á þetta ekki eftir að valda kylfingum vandræðum eða óþægindum við golfleikinn.

Með bestu golfkveðju

Vallarstjóri