Í ljósi hertra reglna um samkomubann sem tekur gildi á miðnætti í kvöld gilda eftirfarandi reglur á inni-æfingasvæði GKG í Íþróttamiðstöðinni, þangað til annað verður kynnt.
- Ekki mega fleiri en 20 aðilar vera á neðri hæðinni samtímis, það sama á við um efri hæðina. Yngri en 18 ára er óheimilaður aðgangur að Íþróttamiðstöðinni nema viðkomandi sé í hermi með forráðamanni.
- Starfmaður í ProShop sótthreinsar skjá, tí, stól og borð fyrir hvern tíma.
- Ekki mega fleiri en tveir vera saman í hverjum hermi og passað skal upp á tveggja metra regluna.
- Einn stóll er við hvern hermi og bannað er að sækja fleiri.
- Ef tveir eru saman í hermi þá má bara annar aðilinn sjá um stillingar á skjá.
- Við fylgjum þessum reglum mjög fast eftir, ef einhver fer ekki eftir tilmælum þá vísum við viðkomandi aðilum úr húsi.
- Kórnum hefur verið lokað.
Svo allt gangi sem best óskum við eftir samstarfi og skilningi þínum á mikilvægi þessara aðgerða.
- Við minnum á mikilvægi handþvottar til að forðast smit. Hreinlætisaðstaða er inni í búningsherbergjum á neðri hæðinni hjá æfingasvæðinni.
- Munið að þvo hendur vel með sápu fyrir og eftir leik.
- Haldið 2 metra bili milli iðkenda.
- Ekki skiptast á golfkylfum og boltum.
- Ekki skiptast á tíum.
- Handspritt er á mörgum stöðum í húsinu en virka ekki jafn vel og handþvotturinn.
Með bestu kveðjum
Starfsfólk GKG