Kæru félagar.
GKG tekur í notkun 4 golfherma í nýju íþróttamiðstöðinni þegar hún verður tilbúin. Ekki er hægt að tímasetja opnunina nákvæmlega að svo stöddu.
Við höfum hinsvegar sett upp E6/Trackman golfhermi að fullkomnustu gerð í Kórnum, og gefst félagsmönnum tækifæri á að leigja tíma frá og með næstu helgi og þangað til íþróttamiðstöðin opnar.
Hægt er að velja milli 80 golfvalla, og er notast við E6 hugbúnaðinum og Trackman radar greiningartæki, en hvort tveggja þykir í farabroddi í þessum geira í dag.
Hægt er að kynnast E6 golfherminum hér (endilega skoða kynningarmyndbandið), einnig nánari upplýsingar um Trackman hér.
Leigðir verða út 3 klst tímar í senn, sem duga fyrir 4 golffélaga að leika 18 holur. Hermirinn í Kórnum býður ekki upp á púttmöguleika, en það verður til staðar í nýju íþróttamiðstöðinni.
Tímar í boði verða eins og sést fyrir neðan.
Verð per 3 tíma er tilboðsverð kr. 12.000 fyrir félagsmenn GKG, sem deilist þá á fjölda leikmanna sem nýta herminn hverju sinni (kr. 3.000 á mann miðað við fjögurra manna holl).
Verð fyrir kylfinga utan GKG er kr. 15.000.
Afrekskylfingar aðstoða hvert holl við að velja völl og koma kylfingum af stað.
Það er upplagt að nýta þetta tækifæri og leika golfhring með félögunum í vetur.
Undirritaður tekur á móti skráningu (ulfar@gkg.is) og gefur upp frekari upplýsingar.
Nóvember
lau 21. og 28.
sun 22. og sun 29.
kl. 9-12 kl. 12-15 kl. 15-18
Desember
lau 5. og 12.
sun 6. og 13.
kl. 9-12 kl. 12-15 kl. 15-18
Janúar
lau 2., 9., 16., 23., og 30.
sun 3., 10., 17., 24. og 31.
kl. 9-12 kl. 12-15 kl. 15-18
Febrúar
lau 6., 13., 20., og 27.
sun 7., 14., 21., 28.
kl. 9-12 kl. 12-15 kl. 15-18
Mars
lau 5., 12. og 19.
sun 6., 13. og 20.
kl. 9-12 kl. 12-15 kl. 15-18
Bestu kveðjur,
Úlfar
Íþróttastjóri GKG
862 9204
ulfar@gkg.is