Kæru félagar, við höfum undanfarin ár verið að vinna í leikhraðanum, samkvæmt viðhorfskönnun GKG virðist sem einhver árangur hafi náðst … en við viljum gera betur.

Einn af þeim þáttum sem eykur leikhraðann er svo kallað „ready golf“. Það virkar þannig að sá leikmaður er tilbúinn slær sinn bolta, þó þannig að það valdi ekki hættu. Það að eiga teiginn heyrir þá fortíðinni til, sá sem er fyrstur tilbúinn á teig slær. Annað dæmi er að ef einstaklingur er nálægt flöt og er að hafa sig til og annar kylfingur er nær en er tilbúinn, þá slær hann sinn bolta.

Eitt vandamál viljum við þó fá aðstoð við, það er að þýða orðið „ready golf“ yfir á íslensku. Þýðingin þarf að vera þjál þannig að fólk noti hana. Endilega notið helgina til að velta huganum yfir þessu og smellið á okkur ykkar tillögum. Annað hvort á Facebook eða á gkg@gkg.is