Ágætu kylfingar til hamingju með Leirdalinn
Nýr keppnisvöllur í íslensku golfi var opnaður í dag. Leirdalurinn sem hefur verið í smíðum undanfarinn ár var í dag opnaður óformlega til þess einna helst að gefa félagsmönnum í GKG og öðrum kylfingum tækifæri á því að spreyta sig á þessum nýju golfholum. Leirdalurinn státar af 9 golfholum og verða þær allar hluti af keppnisvelli GKG í framtíðinni. Völlurinn er mikil áskorun fyrir alla kylfinga og hefur mikið verið lagt í hönnunn og byggingu vallarins síðustu ár.
“Undirritaður spilaði í dag og var hæstánægður með völlinn. Staðsetja þarf sig vel á brautum og vanda innáhögg á hinar fjölbreyttu flatir í Leirdalnum. Glompur eru enn í vinnslu en ljóst er að þær mun setja mikinn svip á völlinn á næstunni. Umhverfið er afar glæsilegt og útsýnið í veðurblíðunni í dag var hreint stórkostlegt. Á heildina litið var völlurinn fjölbreyttur, skemmtilegur og góð áskorun. Ég vona að kylfingar allir hafi gaman að því að spila völlinn á næstu dögum og fá forsmekkinn af því sem koma skal hjá GKG”.
Ottó Sigurðsson
kylfingur