Á þeim misskilningi hefur borið hjá félagsmönnum að búið sé að loka fyrir spil inn á sumargrín á Vífilsstaðavelli. Það er ekki rétt. Leirdalurinnn hefur verið lokaður í nokkurn tíma en Garðabæjarhluti vallarins er enn opin. Menn virðast hafa misskilið frétt um opnun vetrarvallarins að þar með sé búið að loka inn á sumargrín en svo er ekki. Til að taka öll tvímæli af þá er þetta staðan í dag:
- Leirdalurinn er lokaður.
- Mýrin er opin eins og hún er búin að vera í allt sumar og hægt er að skrá sig á rástíma á hana eins og venjulega.
- Menn geta einnig skráð sig á Vífilsstaðavöllinn á rástíma en sleppa þá einfaldlega Leirdalshlutanum, þ.e. spila holur 1-3 og 13-18.
Svona verður skipulagið þangað til frysta fer fyrir alvöru. Hins vegar þá er búið að stilla vetrarvellinum upp á Mýrinni og verða kylfingar að spila á honum fyrir hádegi þá daga sem næturfrost er nóttina á undan. Þar fyrir utan er öllum kylfingum velkomið að spila á sumargrínin þangað til völlurinn lokar endanlega fyrir veturinn og verður það tilkynnt sérstaklega hér á heimasíðunni þegar það gerist.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi misskilningur kann að hafa valdið.