Niðjamót GKG er eitt allra skemmtilegasta mótið ár hvert. Mótið er lýsandi dæmi yfir það hvað golf er stórkostleg fjölskylduíþrótt þar sem ættliðir geta spilað og keppt í sama leiknum og átt gæðastund saman. Ekki skemmdi fyrir að sól og hiti lék við keppendur á einum besta sumardegi hingað til.
Mótið var haldið í 19 sinn og hefur vaxið og dafnað í gegnum árin og í ár var metþátttaka en 54 lið, 108 kylfingar, mættu til leiks, skipuð niðjum eða öðrum fjölskyldumeðlimum. Spilað er eftir Greensome fyrirkomulagi þar sem báðir liðsmenn slá af teig og skiptast svo á að koma boltanum í holu. Hér er hægt að sjá heimasíðu mótsins og sigurvegara frá upphafi.
Sigurvegararnir í ár voru Helga Gunnarsdóttir ásamt tengdadóttur sinni Lilju Þorvarðardóttur en þær léku á 44 punktum.
Veitt voru verðlaun fyrir 9 efstu sætin sem þannig voru skipuð:
Sæti | Nöfn | Punktar |
1 | Lilja Þorvarðardóttir / Helga Gunnarsdóttir | 44 |
2 | Þórhallur Sverrisson / Dagur Þórhallsson | 43 |
3 | Karl Elí Þorgeirsson / Rut Þorgeirsdóttir | 43 |
4 | Rúnar Jónsson / Brynjar Örn Rúnarsson | 42 |
5 | Stefán Þór Stefánsson / Karen Lind Stefánsdóttir | 41 |
6 | Arnór Gunnarsson / Róbert Leó Arnórsson | 41 |
7 | Geir Eggertsson / Vilborg Jónsdóttir | 41 |
8 | Úlfar Jónsson / Hilmar Jón Úlfarsson | 41 |
9 | Hlíf Böðvarsdóttir / Árni Þór Jakobsson | 40 |
Jöfn sæti voru ákvörðuð með seinustu 9, 6, 3, 1 og svo hlutkesti | ||
10 | Jóna Björk Gísladóttir / Jósef Ýmir Jensson | 40 |
11 | Hólmfríður Guðrún Pálsdóttir / Garðar Snorri Guðmundsson | 40 |
Nándarverðlaun voru á öllum par 3 holum:
2. braut: Lilja Þorvarðardóttir 198 cm
4. braut: Jón G. Pétursson 268 cm
9. braut: Gestur Þórisson 517 cm
11. braut: Karen Lind Stefánsdóttir 120 cm
13. braut: Þorsteinn Þórsson 135 cm
17. braut: Lárus Orri Stefánsson 187 cm
Auk þess voru 12 úrdráttarvinningar.
Sérstakar þakkir fá eftirtaldir aðilar fyrir þau glæsilegu verðlaun sem voru á boðstólum í mótinu:
Fly Over Iceland, Hreyfing, Icelandair, Margt Smátt, Sky Lagoon, Örninn Golfverslun, Prósjoppan golfverslun og PGA kennarar GKG þau Stefanía, Guðjón Grétar, Hlöðver og Ari. Einnig viljum við þakka Elísabetu Halldórsdóttur, Hilmari Halldórssyni og Gunnari Jónssyni fyrir þeirra aðstoð við mótið.
Bestu þakkir fá Jana og Tommi í Mulligan sem buðu keppendum upp á kraftmikla súpu að leik loknum.
Óskum við verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn um leið og við þökkum öllum kylfingum fyrir stuðninginn en allur ágóði af mótinu rennur til barna- og unglingastarfs GKG.
Niðurstöður í mótinu má sjá með því að smella hér.