Lokamót GKG-kvenna verður laugardaginn 15. september n.k. og hefst kl. 10:00 og lokaskráning er kl. 12:30. Leiknar verða 18 holur, Leirdalsvöllur. Leikfyrirkomulagið verður Texas Scramble og leika tveir og tveir saman í liði og er um punktakeppni að ræða. Punktar eru reiknaðir út eftir ákveðnum reglum um Texas Scramble.

Skráning fer fram á golf.is og hefst mánudaginn 10. september n.k. og lýkur fimmtudaginn 13. september n.k. Konur geta valið með hverri þær spila en þær sem ekki hafa meðsspilara geta skráð sig á lista í skálanum, með því að hringja í skrifstofuna eða senda nafn og kennitölu á ingigerdur@gkg.is.

Í mótslok borðum við saman og hefst matur kl. 18:30. Gert er ráð fyrir að við komumst heim til að skipta um föt fyrir lokahófið. Óskað er eftir skemmtiatriðum og æskilegt er að skemmtikraftar láti formann vita fyrir lokahófið.

Á matseðlinum verður sjávarréttarsúpa og kjúklingabringur með portvínssósu og öðru meðlæti.

Mótsgjald er kr. 1.500 og innifalið er mótsgjald og kvöldverður.

Veitt verða verðlaun fyrir 3 fyrstu sætin í punktakeppni, næst holu á fjórum par 3 holum og lengsta brautarhögg á braut á 3. braut. Einnig verða veitt verðlaun til þeirrar konur sem hefur fengið flesta punkta á 5 bestu 9 holum hennar í kvennagolfinu í sumar.

Hittumst allar laugardaginn 15. september n.k. og skemmtum okkur saman.

Golfkveðjur Kvennanefnd GKG.