Lokamót GKG-kvenna verður sunnudaginn 14. september n.k. og hefst kl. 10:00 og lokaskráning er kl. 12:30. Leiknar verða 18 holur á Vífilsstaðavelli. Leikfyrirkomulagið verður Texas Scramble og leika tvær og tvær saman í liði og er um punktakeppni að ræða. Punktar eru reiknaðir út eftir ákveðnum reglum um Texas Scramble.
Skráning fer fram á golf.is og hefst sunnudaginn 7. september 2008 og lýkur föstudaginn 12. september n.k. Konur geta valið með hverri þær spila en þær sem ekki hafa meðspilara geta skráð sig á lista í skálanum, með því að hringja í GKG, s: 565-7373. Vinsamlegast skráið símanr. ykkar einnig.
Í mótslok borðum við saman og hefst matur kl. 18:30. Gert er ráð fyrir að við komumst heim til að skipta um föt fyrir lokahófið. Óskað er eftir skemmtiatriðum og æskilegt er að skemmtikraftar láti stjórnarkonur vita fyrir lokahófið.
Mótsgjald er kr. 2.700 og innifalið er mótsgjald og kvöldverður. Sama gjald er fyrir þær konur sem eingöngu koma í kvöldverðinn og taka ekki þátt í mótinu. Þær konur skrái sig á sérlista í GKG.
Veitt verða smá verðlaun fyrir 3 fyrstu sætin í punktakeppni, næst holu á fjórum par 3 holum, 2. holu, 11. holu, 13. holu og 17. holu og verður boltinn að vera á flöt og lengsta brautarhögg á braut á 3. braut og verður boltinn að vera á braut. Einnig verða veitt verðlaun til þeirrar konu sem hefur fengið flesta punkta á 5 bestu 9 holum hennar í kvennagolfinu í sumar.
Konur í GKG fjölmennum sunnudaginn 14. september n.k. í kvöldverðinn og/eða mótið og skemmtum okkur saman.