Lokamót GKGkvenna verður sunnudaginn 9. september nk. og hefst kl. 09:30 og lokaskráning er kl. 13:00. Leiknar verða 18 holur á Leirdalnum. Leikfyrirkomulagið verður punktakeppni með hámark 40 í leikforgjöf, þ.e. vallarforgjöf.
Skráning fer fram á golf.is og lýkur laugardaginn 8. september nk. kl. 16:00.
Í mótslok verður lokahóf GKGkvenna og hefst matur kl. 18:30. Gert er ráð fyrir að þær konur sem taka þátt í lokamótinu komist heim til að skipta um föt fyrir lokahófið. Óskað er eftir skemmtiatriðum og æskilegt er að skemmtikraftar láti stjórnarkonur vita fyrir lokahófið. Lokahófið er fyrir allar konur í GKG.
Mótsgjald er kr. 2.000 og innifalið er mótsgjald, fordrykkur og kvöldverður með kalkúnabringum, lambalæri, fersku salati og steiktum kartöflum að hætti kokksins. Greitt er í veitingasölunni í golfskálanum við upphaf móts. Sama gjald er fyrir allar konur óháð því hvort að þær taki eingöngu þátt í mótinu eða kvöldverðinum eða hvoru tveggja. Þær konur sem eingöngu taka þátt í lokahófinu skulu skrá sig á sérlista í golfskálanum eða í rástímaskráningu og greiða í veitingasölunni í golfskálanum við komu í lokahófið.
Veitt verða verðlaun fyrir efstu sætin í punktakeppni, næst holu á fjórum par 3 holum, 2. holu, 4. holu, 11. holu og 17. holu og verður boltinn að vera á flöt og lengsta brautarhögg á braut á 1. braut og verður boltinn að vera á braut. Einnig verða veitt verðlaun til þeirrar konu sem hefur fengið flesta punkta á 5 bestu 9 holum í kvennagolfinu í sumar.
Konur í GKG fjölmennum sunnudaginn 9. september nk. í kvöldverðinn og/eða mótið og skemmtum okkur saman.
Golfkveðjur kvennanefndin