Í vetur hafa farið fram púttmót barna og unglinga í GKG annan hvern laugardag frá áramótum. Á laugardag fór fram seinasta púttmótið og mættu 36 ungir kylfingar til leiks. Í heildarkeppninni töldu 5 bestu hringirnir, og var mjótt á mununum í mörgum flokkum þegar upp var staðið.

Úrslit vinningssæta í öllum flokkum voru eftirfarandi:

12 ára og yngri stelpur

1. Hulda Clara Gestsdóttir 133

2. Eva María Gestsdóttir 147

3. Hafdís Ósk Hrannarsdóttir 155

 

 

12 ára og yngri strákar

1. Viktor Snær Ívarsson 134

2. Sigurður Arnar Garðarsson 139

3. Viktor Markússon 141

 

13 – 15 ára stúlkur

1. Elísabet Ágústsdóttir 138

2. Freydís Eiríksdóttir 150

3. Anna Júlía Ólafsdóttir 150

Freydís var með betri árangur á 6. hring og hlýtur því 2. sætið.

 

13 – 15 ára strákar

1. Magnús Friðrik Helgason 136

2. Jóel Bjarkason 139

3. Þorsteinn Breki Eiríksson 140

 

16 – 18 ára piltar

1. Sverrir Ólafur Torfason 124

2. Ragnar Már Garðarsson 130

3. Kristófer Orri Þórðarson 136

 

16 – 18 ára stúlkur

1. Særós Eva Óskarsdóttir 125

2. Gunnhildur Kristjánsdóttir 135

3. Helena Kristín Brynjólfsdóttir 137

Verðlaunaafhending fór fram strax eftir að keppni var lokið. Í fyrsta sæti var gjafabréf í golfverslun GKG uppá kr. 5.000 og níu æfingafötur á æfingasvæði GKG. Fyrir annað sæti var gjafabréf í golfverslun GKG uppá kr. 3.000 og níu æfingafötur á æfingasvæði GKG. Fyrir þriðja sæti var gjafabréf í golfverslun GKG uppá kr. 2.000 og níu æfingafötur á æfingasvæði GKG. Sérstök viðurkenning var veitt fyrir mætingu á öll mótin í vetur, en í ár mættu 6 kylfingar á öll púttmótin, þau Hulda Clara og Eva Gestsdætur, Ragnheiður og Katrín Sigurðardætur, Emil Árnason og Hannes Arnar Sverrisson.

Heildarúrslit eru að finna hér: Puttmotaroð_vetur_2013_stada_e_9_mot

Ósótta vinninga er hægt að vitja til Hlyns þjálfara á næstu æfingu.

Við óskum vinningshöfum til hamingju með árangurinn og þökkum öllum fyrir skemmtilega keppni og góða mætingu í vetur.