Vellinum verður lokað þetta árið frá og með mánudeiginum 24.október. Þetta er gert þar sem það er farið að sjá töluvert á flötum vallarins og einnig á teigunum.

Þar sem það er frekar kalt í veðri, blautt og eingin gróandi í grasinu koma þau sár sem til verða á þessum árstíma ekki til með að jafna sig eða gróa fyrir veturinn.

Við minnum á að það verður vetrarvöllur á mýrinni í vetur eins og hefur verið undan farin ár og eru kylfingar beðnir um að sýna vellinum virðingu og ganga vel um hann í vetur.

Takk fyrir gott golfsumar og sjáumst næsta vor.

Kveðja

Guðmundur Árni Gunnarsson

Vallarstjóri GKG